Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1083  —  549. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar um um fjárskuldbindingar sveitarfélaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklar eru fjárskuldbindingar sveitarfélaga, sem þegar liggja fyrir og samkvæmt fyrirliggjandi áformum, vegna svokallaðrar einkafjármögnunar og rekstrarleigu, sundurliðað eftir verkefnum og sveitarfélögum?

    Til að svör við fyrirspurninni gætu orðið sem ítarlegust sendi félagsmálaráðuneytið spurningalista til allra sveitarfélaga með 1.000 íbúa og fleiri, þar sem óskað var eftir upplýsingum um framangreindar fjárskuldbindingar sem þegar liggja fyrir og samkvæmt fyrirliggjandi áformum. Einnig hafa fyrirliggjandi ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 1999 verið kannaðir ásamt fjárhagsáætlunum þeirra.
    Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um málefnið eru fjárskuldbindingar sveitarfélaga vegna einkafjármögnunar og rekstrarleigu eftirfarandi, miðað við að mánaðarlegar afborganir séu núvirtar með 6,5% ávöxtunarkröfu á ársgrundvelli:
     a.      Fjárskuldbindingar sveitarfélaga samkvæmt samningum sem þegar hafa verið gerðir nema samtals 2.095,2 millj. kr.
     b.      Fjárskuldbindingar sveitarfélaga samkvæmt fyrirliggjandi áformum nema samtals 2.727,5 millj. kr.
    Í meðfylgjandi yfirliti koma fram nánari upplýsingar um fjárskuldbindingarnar skipt eftir verkefnum og sveitarfélögum ásamt öðrum upplýsingum til fróðleiks.


Fjárskuldbindingar sveitarfélaga, sem þegar liggja fyrir og samkvæmt fyrirliggjandi áformum, vegna svokallaðrar einkafjármögnunar og rekstrarleigu, sundurliðað eftir verkefnum og sveitarfélögum.




Verkefni

Lengd samnings eða áætluð lengd ef um áform er að ræða, ár


Mánaðarlegar afborganir, kr.

Fjöldi mánaðarlegra
afborgana

Þættir sem samningurinn nær til*)

Sér sveitarfélagið um viðhald
húsnæðisins?


Gerður samningur eða áform
Mánaðarlegar afborganir núvirtar m.v. 6,50% ávöxtunarkröfu á ári
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður
Grunnskóli
Grunnskóli 1 25 8.333.000 300 A Nei Gerður samningur 1.234.139.754
Grunnskóli 2 25 9.167.000 300 A Nei Áform 1.357.657.401
Leikskóli
Leikskóli 1 25 1.750.000 300 A Nei Áform 259.179.716
Leikskóli 2 25 1.750.000 300 A Nei Gerður samningur 259.179.716
Leikskóli 3 25 1.333.000 300 A Nei Áform 197.420.892
Leikskóli 4 25 1.750.000 300 A Nei Áform 259.179.716
Íþróttamannvirki
Íþróttamannvirki 1 25 4.416.000 300 B Nei Áform 372.421.405
2000 Reykjanesbær
Íþróttamannvirki
Reykjaneshöllin , fjölnota íþróttahús
35
01.01.2000 til 2035
Óuppsegjanlegur

2.250.000

m.v. nv. 182,8


420


A

RNB sér frá upphafi um viðhald að innan, en að utan eftir fimm ár

Gerður samningur
undirritaður 14.3.99

229.511.566
2300 Grindavíkurkaupstaður
Leikskóli 29 1.467.067 348 A Nei Gerður samningur 229.511.566
1.1.2001–31.12.2029
Samtals 32.216.249 4.822.711.664
*) Valmöguleikar varðandi 4. spurningu, um innihald samnings:
A Samningur um leigu og rekstur húsnæðisins.
B Samingur um leigu, rekstur húsnæðis og aðra starfsemi í húsnæðinu (fagþjónusta).