Ferill 697. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1113  —  697. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um samtengingu sjúkraskráa.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Þuríði Backman.



     1.      Telur ráðherra heimilt að tengja sjúkraskrár á milli:
                  a.      heilsugæslustöðva eða heilbrigðisstofnana,
                  b.      heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa,
                  c.      aðgreindra deilda innan sjúkrahúsa,
                  d.      sjúkrahúsa?
     2.      Ef svo er, á hvaða lagaheimildum og útgefnum reglum er byggt í hverju tilviki (sbr. a–d- liði 1. tölul.)?
     3.      Er ráðuneytinu kunnugt um að brotið hafi verið gegn settum reglum og fyrirmælum um fyrrgreind atriði?
     4.      Hvaða tryggingu hefur sjúklingur fyrir því að upplýsingar sem hann gefur lækni um heilsu sína og hagi séu ekki aðgengilegar læknum sem ekki stunda viðkomandi sjúkling eða einstaklingum úr öðrum heilbrigðisstéttum?



Skriflegt svar óskast.