Ferill 698. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1114  —  698. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um viðbrögð við erindi verkefnisstjórnar rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða afgreiðslu hlaut erindi verkefnisstjórnar rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma frá 30. október 2000 til iðnaðarráðherra um mat á öðrum nýtingarkostum landsins norðan Vatnajökuls en þeim að reisa þar Kárahnjúkavirkjun með tengdum veitum?
     2.      Er þess að vænta að jafnhliða mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar verði lagt fram einhvers konar mat á þeim kosti að stofnaður verði þjóðgarður á svæðinu, eins og óskað var eftir af náttúruverndar- og umhverfissamtökum í lok júní á síðasta ári?


Skriflegt svar óskast.





















Prentað upp.