Ferill 704. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1121  —  704. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um tímabundin atvinnuleyfi dansara á næturklúbbum.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.     1.      Hvernig er háttað afgreiðslu umsókna um tímabundin atvinnuleyfi skv. 7. gr. laga nr. 133/1994, um atvinnuréttindi útlendinga, fyrir dansara á næturklúbbum, þar sem ASÍ veitir ekki lengur umsagnir um slíkar umsóknir?
     2.      Hvernig hyggst félagsmálaráðherra leysa þetta mál?
     3.      Hversu margar umsóknir um tímabundin atvinnuleyfi fyrir dansara hafa verið afgreiddar frá áramótum og hversu margar óafgreiddar umsóknir liggja fyrir um slík atvinnuleyfi?


Skriflegt svar óskast.