MÁ fyrir BH

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 13:34:18 (3406)

2002-01-22 13:34:18# 127. lþ. 57.96 fundur 263#B MÁ fyrir BH#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[13:34]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 21. janúar 2002.

,,Þar sem ég get ekki sökum veikinda sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, Mörður Árnason, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Bryndís Hlöðversdóttir, 9. þm. Reykv.``

Kjörbréf Marðar Árnasonar hefur verið samþykkt en hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.