Tilkynning um kosningu í útvarpsréttarnefnd

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 13:35:19 (3407)

2002-01-22 13:35:19# 127. lþ. 57.92 fundur 259#B tilkynning um kosningu í útvarpsréttarnefnd#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil geta þess nú við upphaf þessa fundar að við kosningar í nefndir og ráð á síðasta fundi Alþingis fyrir jól, hinn 14. desember, þar sem að venju voru tilnefndir hverju sinni jafnmargir og kjósa skyldi, varð sú vangá við kjör í útvarpsréttarnefnd að einu nafni var ofaukið á listunum svo að lýst var kjöri fleiri en kjósa skyldi. Þau mistök var nauðsynlegt að leiðrétta í samræmi við þingstyrk að baki listunum hvorum um sig.

Ef enginn hreyfir andmælum lýsi ég rétt kjörin í útvarpsréttarnefnd:

Aðalmenn:

Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri (A),

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri (B),

Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur (A),

Magnús Bjarnfreðsson skrifstofustjóri (A),

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður (B),

Kristín B. Pétursdóttir lögfræðingur (A),

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður (B).

Varamenn:

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur (A),

Einar Karl Haraldsson kynningarráðgjafi (B),

Andri Þór Guðmundsson viðskiptafræðingur (A),

Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri (A),

Ingimar Ingimarsson nemi (B),

Steinþór Gunnarsson viðskiptafræðingur (A),

Álfheiður Ingadóttir líffræðingur (B).

Ég ítreka það að ef enginn hreyfir andmælum lít ég svo á að þau sem ég hef nefnt séu rétt kjörin í útvarpsréttarnefnd.