Horfur í efnahagsmálum

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 13:36:42 (3408)

2002-01-22 13:36:42# 127. lþ. 57.94 fundur 261#B horfur í efnahagsmálum# (umræður utan dagskrár), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[13:36]

Forseti (Halldór Blöndal):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram umræða utan dagskrár um horfur í efnahagsmálum. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson en til andsvara verður hæstv. forsrh., Davíð Oddsson. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.