Búnaðarlög

Þriðjudaginn 22. janúar 2002, kl. 18:11:03 (3461)

2002-01-22 18:11:03# 127. lþ. 57.5 fundur 350. mál: #A búnaðarlög# (erfðanefnd) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 127. lþ.

[18:11]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú ástæðulaust hjá þingmönnum þótt þeir hafi aðrar skoðanir en sá sem flytur málið að snúa út úr. Með frv. meina ég það að verið er að leggja til mikilvæga tillögu til breytinga sem ég hygg að flestir séu sammála um, og ég meina það fullkomlega að ég styð frv. eins og það er lagt fram. Ég bið hv. þm. um að stunda ekki útúrsnúninga. Ég styð málið eins og það er, en ég bið auðvitað eins og í öllum mínum málum þá nefnd sem ég treysti og veit að í eru hinir bestu einstaklingar hér í þinginu, sem oft á tíðum hjálpa mér sem ráðherra og laga frv. mín til og ég á gott samstarf við, um að fara yfir þessi atriði, hvers vegna þetta er svona. Ég styð það eins og það stendur og þarf ekki að búa við útúrsnúninga.