Áhrif lækkunar tekjuskatts

Miðvikudaginn 23. janúar 2002, kl. 13:45:29 (3465)

2002-01-23 13:45:29# 127. lþ. 59.1 fundur 351. mál: #A áhrif lækkunar tekjuskatts# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 127. lþ.

[13:45]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þetta er einhver alundarlegasta umræða sem ég hef orðið vitni að í Alþingi. Ég veit ekki hvort þetta á að heita skop eða einhvers konar tilraun til hagfræðikennslu eða hvað það er. En mig langar til að bæta einni spurningu við í þessa furðulegu umræðu.

Hvers virði eru fyrirtæki sem starfa í umhverfi þar sem ekki er að finna neina heilslugæslu, enga skóla, engar samgöngur eða neitt af því sem skattfé almennings og fyrirtækja er notað til að fjármagna? Ég vildi gjarnan fá svar við þessari spurningu líka. Þegar tekjuskattsprósentan og skattprósentan er komin niður í núll þá er þessi þjónusta væntanlega ekki lengur fyrir hendi.