Húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur

Miðvikudaginn 23. janúar 2002, kl. 14:37:30 (3488)

2002-01-23 14:37:30# 127. lþ. 59.4 fundur 376. mál: #A húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 127. lþ.

[14:37]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurn hennar og umræðuna um þetta mál. Það er meginatriði eins og stendur að koma málum á hreint milli borgarinnar og ríkisins um eignarhlutinn í þessu húsnæði, og þegar því er lokið er fjöldi hugmynda uppi um nýtingu sem allar eru athyglisverðar. Ég endurtek að mér finnst meginmálið að húsið eigi að nýta í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Ég tek undir þau sjónarmið sem hafa einmitt mjög komið fram í viðræðum við mig um þetta mál en þetta hefur verið eitt þeirra verkefna sem hafa verið uppi á borði í heilbrrn. Ég finn að aðilum í heilbrigðisþjónustu er umhugað um að nýta þetta hús í þágu heilbrigðisþjónustunnar, og ég vil starfa í þeim anda.

Ég þakka því fyrirspurnina og að þessu máli hafi verið hreyft á Alþingi. Það er okkur hvatning til þess að halda áfram að starfa að því að fá niðurstöðu þar.