Loftferðir

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 12:12:02 (3540)

2002-01-24 12:12:02# 127. lþ. 60.2 fundur 252. mál: #A loftferðir# (eftirlitsheimildir Flugmálastjórnar, flugvernd, gjöld o.fl.) frv., Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[12:12]

Frsm. minni hluta samgn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Áfram heldur hæstv. ráðherra að vaða elginn án þess að vita mikið um hvað hann er að ræða. Ég eiginlega get ekki svarað öllu í þessu stutta andsvari, en ég ætla þó að vekja athygli á því að á þskj. 568, í 252. máli, er lagt til --- ég ætla að lesa það upp, með leyfi forseta --- í samræmi við þá megingagnrýni sem við höfum sett upp að það sé ,,nauðsynlegt að skipta Flugmálastjórn upp``. Það kemur fram í minnihlutaálitinu að það sé algerlega nauðsynlegt að skipta henni upp í þá hluta sem ég nefndi áðan. Af hverju lætur hæstv. ráðherra eins og kjáni? Af hverju gerir hann því skóna að menn séu ekki með hugmyndir eða tillögur? Hefur hann ekkert kynnt sér málið? Hefur hann ekkert hlýtt á umræðuna? Hvað á svona málflutningur að þýða? Hverra erinda er hæstv. ráðherra að ganga?

Virðulegi forseti. Ég held að þessi umræða hljóti að kalla á lengri umræðu en þetta.