Samgönguáætlun

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 16:14:24 (3579)

2002-01-24 16:14:24# 127. lþ. 60.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv., 385. mál: #A lagaákvæði er varða samgönguáætlun o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[16:14]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Bara svo að eitt sé alveg skýrt. Ég er ekkert að segja að neitt sé rangt eða athugavert við að segjast vilja skattleggja sjóflutningum í hag. Ég staldraði aðeins við og vildi fá að vita hvað þarna vekti fyrir hæstv. ráðherra. Þegar hann segir að ekki megi mismuna atvinnugreinum þegar kemur að flutningum og ferðamáta þá er ég ekki alveg viss um að ég sé sammála að þessu leyti. Hyggja þarf að ýmsum öðrum þáttum líka sem geta valdið því að rétt sé að mismuna ólíkum ferða- og flutningsmáta. Ég legg hins vegar áherslu á að skattlagningu sé hagað á þann veg að dreifðar byggðir landsins njóti góðs af og fyrst og síðast umhverfið.