2002-01-24 17:21:04# 127. lþ. 60.6 fundur 387. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 5/2002, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[17:21]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins í tilefni af ummælum hv. þm. láta það koma fram að ástæðan fyrir því að dagsetningin 15. febrúar varð fyrir valinu var sú að þá gafst nægilegt svigrúm til þess að Alþingi gæti sjálft tekið ákvörðun um framhaldið. Að vísu var líka talið að nokkrar líkur væru á því að málið mundi leysast fyrir 15. febrúar. En ef það gerist ekki þá er ljóst að þingið verður með sama hætti og í haust að taka um það nýja ákvörðun hvort framhald verður veitt á þeirri tryggingavernd. Það er þá atriði sem þarf auðvitað að spyrjast fyrir um og kanna rækilega í efh.- og viðskn., hvort áframhaldandi þörf verður fyrir þetta óvenjulega mál.

Þetta er skýringin og ekki var talið eðlilegt að setja með bráðabirgðalögum heimild sem gilti lengur en svo að tryggt væri að Alþingi gæti sjálft ákveðið framhaldið.