Endurskoðendur

Fimmtudaginn 24. janúar 2002, kl. 17:25:43 (3593)

2002-01-24 17:25:43# 127. lþ. 60.11 fundur 370. mál: #A endurskoðendur# (EES-reglur) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 127. lþ.

[17:25]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 18/1997, um endurskoðendur, með síðari breytingum.

Með frv. þessu er lagt til að endurskoðendafyrirtækjum sé gert skylt að hafa nöfn og heimilisföng félagsmanna eða hluthafa aðgengileg almenningi. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki geti fullnægt þessari skyldu ýmist með því að hafa aðgengilegan lista hjá félaginu eða upplýsingar á netsíðum félagsins.

Breytingin er lögð til vegna samningsskuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum og byggir á 8. tilskipun ráðherraráðsins um löggildingu einstaklinga sem falið er að annast löggilta endurskoðun bókhaldsgagna. Lögfesting frv. hefur hvorki áhrif á tekjur né útgjöld ríkissjóðs.

Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta einfalda mál á þessu stigi og geri tillögu um að málinu verði vísað til efh.- og viðskn. og til 2. umr. að lokinni þessari umræðu.