KA fyrir MF, ÓB fyrir DH

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:03:01 (3594)

2002-01-28 15:03:01# 127. lþ. 61.94 fundur 279#B KA fyrir MF, ÓB fyrir DH#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda óska ég eftir því með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Samfylkingarinnar í Suðurl., Katrín Andrésdóttir dýralæknir, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Jóhann Ársælsson.``

Katrín Andrésdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Þá hefur borist annað bréf, svohljóðandi:

,,Þar sem ég get ekki, bæði af einkaástæðum og vegna opinberra erinda erlendis, sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Suðurl., Ólafur Björnsson lögmaður, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Drífa Hjartardóttir, 1. þm. Suðurl.``

Kjörbréf Ólafs Björnssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en þar sem hann hefur eigi tekið sæti á Alþingi fyrr ber honum að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.