Fjarskiptasamband í Vestfjarðagöngunum

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:43:25 (3621)

2002-01-28 15:43:25# 127. lþ. 61.1 fundur 274#B fjarskiptasamband í Vestfjarðagöngunum# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:43]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin og vona að þarna verði brugðist hratt og vel við í að koma þessu í viðunandi horf.

Ég vil jafnframt vekja athygli á því að í reglugerðum sem munu væntanlega fylgja nýjum jarðgöngum eru skilyrði þau að fjarskipti og annar slíkur viðvörunarbúnaður sé í góðu lagi og verði hluti af hönnun slíkra mannvirkja.

En verður sú ákvörðun afturvirk þannig að sú ákvörðun nái einnig til þeirra jarðganga sem hafa verið hönnuð og unnin áður en þessi nýja tilskipun tekur gildi?