Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 13:50:03 (3664)

2002-01-29 13:50:03# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[13:50]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þm. hvaða rök séu á bak við þá fullyrðingu sem hér er sett fram í greinargerð að hugmyndir stjórnvalda um stóriðju hafi haldið einstökum landsfjórðungum í spennitreyju óvissu um langa hríð, hvort þessi langa hríð miðist t.d. við þann tíma þegar þáv. iðnrh., Hjörleifur Guttormsson, ráðgerði stóriðju á Austurlandi og bauð stuðningsmönnum sínum sérstaklega upp á öræfin til að sýna þeim hvar stíflan mikla ætti að rísa og dásamaði sem mest fyrir Reyðfirðingum þá atvinnu sem þeir mættu hafa af stóriðjunni.

Er það sá tími sem hv. þm. miðar við þegar hann talar um langan tíma hér í greinargerð?