Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 13:55:07 (3668)

2002-01-29 13:55:07# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[13:55]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er með tvær spurningar til hv. þm.

Í fyrsta lagi: Hvaða mál eru ekki byggðamál og mundi slíkt aukaþing sem fjallaði um byggðamál gera eitthvað annað en venjulegt þing Alþingis sem fjallar um alls konar mál í þjóðfélaginu?

Í öðru lagi: Hvar eru opinberir starfsmenn, hvar eru þeir staðsettir og hvernig telur hv. þm. að landsbyggðarmenn líti á vöxt ríkisvaldsins?

Vöxtur ríkisvaldsins hefur aðallega orðið á höfuðborgarsvæðinu og hann hefur skekkt byggðina í landinu þannig að hluti af því að halda aukaþing væri í rauninni að minnka ríkisvaldið, fækka opinberum starfsmönnum.