Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 14:17:47 (3679)

2002-01-29 14:17:47# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil af þessu tilefni taka fram að ég hafði búist við því að látið yrða duga að einn af flutningsmönnum þáltill. talaði fyrir málinu. En ef sú staða er uppi að hv. þm. Vinstri grænna ætla hver af öðrum að taka til máls um sama mál, sem er endurflutt af fyrra þingi, þá er komin upp sú staða að ekki er við því að búast að þeir talist einir við. Þá er komið að því að aðrir hljóta að taka þátt í þeim umræðum þó svo um það hafi verið talað að menn reyndu að stytta mál sitt.

Ég tek fram að ég hefði að sjálfsögðu ekki tekið til máls í þessari umræðu ef 1. flm. hefði einn kvatt sér hljóðs um málið.