Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 14:21:32 (3682)

2002-01-29 14:21:32# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., Flm. ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[14:21]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þingflokkur okkar féllst á þessa málatilhögun. Ég lít ekki svo á að þetta sé óvirðing við þingið ef menn koma sér saman um að hafa þennan hátt á. Það er mikill fjöldi þingmála sem bíða afgreiðslu og mikilvægt að koma þeim til umsagnar. Hins vegar hafa menn að sjálfsögðu rétt til þess að nýta sér málfrelsi á þinginu.

Aðeins til að leiðrétta það sem fram hefur komið um meðferð okkar á þessu máli, þá ræddi ég, samkvæmt upplýsingum hæstv. forseta, sem framsögumaður í 8 mínútur og hv. þm. Jón Bjarnason, sem tók til máls og setti sig á mælendaskrá þar sem enginn var á mælendaskrá, talaði í 3 mínútur þar til hann síðan þurfti að svara andsvörum. En þetta var rætt í þingflokki okkar. Það var rætt hvaða þingmál skyldu tekin til umræðu og afgreiðslu nú og okkur finnst vel koma til greina að hafa þennan hátt á ef allir eru sammála um það. Við vorum það og ég vil að það komi fram.