Verslun með áfengi og tóbak

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 18:06:18 (3748)

2002-01-29 18:06:18# 127. lþ. 62.13 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[18:06]

Mörður Árnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur í ákaflega stuttu máli gert grein fyrir því að hún vill lækka aldursmörk. Það er auðvitað til umræðu. Hún vill auka auglýsingar að því marki að það taki til upplýsinga. Ég skil ekki hvað hv. þm. á við með því. Er það t.d. misskilningur minn að hv. þm. hafi á sínum tíma staðið að því að skerða ritfrelsi með því að ekki megi fjalla um reykingar í blöðum og tímaritum, að ekki mætti gefa neins konar upplýsingar um þær. Þá spyr ég: Hver er þarna munurinn á?

Af því að hv. þm. hefur einbeitt sér að heilbrigðismálunum þá er lokaspurningarnar til hennar vegna þessa frv. sem hún flytur: Eykur þetta áfengisneysluna? Gerir frv. þau vandamál sem af áfengisneyslu stafa verri eða batnar kannski ástandið við að leyfa einkaaðilum að versla með áfengi?