Almannatryggingar o.fl.

Fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 12:01:50 (3804)

2002-01-31 12:01:50# 127. lþ. 67.6 fundur 359. mál: #A almannatryggingar o.fl.# (tekjuhugtak, bótaútreikningur o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 127. lþ.

[12:01]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin við þeim spurningum sem komu fram. Ég heyrði á honum að verið er að vinna í tækjakosti eða reyna að leysa þann vanda sem Tryggingastofnun stendur frammi fyrir hvað varðar tölvumálin. Ég spurði: Gerir hæstv. ráðherra ráð fyrir að búið verði að leysa þau mál þannig að Tryggingastofnun geti farið eftir þessum lögum eins og gert er ráð fyrir í sambandi við vélræna samkeyrslu og allt það sem þessi lög fela í sér, að búið verði að leysa vanda Tryggingastofnunar í tölvumálum áður en lögin koma til framkvæmda þannig að stofnunin fari eftir þeim og geti það?