Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 16:01:00 (3854)

2002-01-31 16:01:00# 127. lþ. 67.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 127. lþ.

[16:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Umræðan fer fram á grundvelli 77. gr. þingskapa. Samkomulag er milli þingflokka um að ræðutími verði 20 mínútur á hvern þingflokk, sbr. 80. gr. þingskapa. Meðan umræðunni er útvarpað skiptist hún í tvær umferðir, tíu mínútur í hvorri umferð. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Framsfl., Samfylkingin, Sjálfstfl., Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar --- græns framboðs verða í fyrri umferð Kolbrún Halldórsdóttir, 17. þm. Reykv., en Steingrímur J. Sigfússon, 3. þm. Norðurl. e., í síðari umferð. Fyrir Framsfl. tala Siv Friðleifsdóttir umhvrh. í fyrri umferð en Valgerður Sverisdóttir iðnrh. í síðari umferð. Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Össur Skarphéðinsson, 7. þm. Reykv., en í síðari umferð Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykv. Fyrir Sjálfstfl. tala í fyrri umferð Arnbjörg Sveinsdóttir, 2. þm. Austurl., og Kristján Pálsson, 8. þm. Reykn., en í síðari umferð Guðjón Guðmundsson, 4. þm. Vesturl., og Tómas Ingi Olrich, 5. þm. Norðurl. e. Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrri umferð Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv., en Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., í síðari umferð.

Þegar útvarpi frá umræðunni lýkur verður henni haldið áfram samkvæmt 44. gr. þingskapa ef henni verður þá ekki lokið.