Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 17:41:55 (3867)

2002-01-31 17:41:55# 127. lþ. 67.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 127. lþ.

[17:41]

Forseti (Halldór Blöndal):

Nú er útvarps- og sjónvarpsumræðum um dagskrármálið lokið en umræðunni verður haldið áfram skv. 44. gr. þingskapa, þ.e. þingmenn og ráðherrar mega tala allt að átta mínútum en flutningsmaður allt að fimmtán mínútum. Enginn má tala oftar en tvisvar.

Við útvarpsumræðurnar komst hv. 3. þm. Norðurl. e., Steingrímur J. Sigfússon, svo að orði:

,,Ég verð að segja alveg eins og er, herra forseti, að mér fannst formaður Samfylkingarinnar með málflutningi sínum hér áðan gera sig endanlega að skoffíni í umfjöllun um þetta mál eins og hann stillti hlutunum upp.``

Hér er um óviðurkvæmileg ummæli að ræða. Ég sá ekki ástæðu til þess í útvarpsumræðum að grípa fram í, eins og kannski hefði verið rétt samkvæmt 89. gr. þingskapa, en óhjákvæmilegt er að vekja athygli á því að ætlast er til að hv. þingmenn sýni háttvísi í ræðum sínum.