GunnS fyrir EMS, HGJ fyrir ÁRÁ

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 15:01:52 (3887)

2002-02-04 15:01:52# 127. lþ. 68.94 fundur 306#B GunnS fyrir EMS, HGJ fyrir ÁRÁ#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Samfylkingarinnar í Austurlandskjördæmi, séra Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Einar Már Sigurðarson, 4. þm. Austurl.``

Kjörbréf Gunnlaugs Stefánssonar hefur verið rannsakað. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Árni Ragnar Árnason, 11. þm. Reykn., getur ekki sökum veikinda sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Reykn., Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur í Kópavogi, taki sæti hans á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Sigríður Anna Þórðardóttir,

formaður þingflokks Sjálfstfl.``

Helga Guðrún Jónasdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.