Iðnaðarlög

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 15:25:28 (3900)

2002-02-04 15:25:28# 127. lþ. 68.1 fundur 137. mál: #A iðnaðarlög# (iðnráð) frv. 7/2002, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem áðan kom fram hjá hv. formanni iðnn., Hjálmari Árnasyni, að gefinn var kostur á því að fleiri kæmu fyrir nefndina. Málið var saltað fyrir jól. En fleiri vilja koma að þessu máli og eftir því sem ég kynni mér það betur geri ég mér grein fyrir því að við höfum kannski hraðað okkur heldur mikið. Eftir því sem mér er sagt vilja samtök iðnaðarmanna heldur fara þá leið sem upprunalega var sett fram í frv., þ.e. styrkingu iðnráða. Ég held að það sé mikilvægt fyrir allra hluta sakir að þeir sem eiga að vinna undir og eftir þessum lögum fái að koma eðlilega að málinu. Hagsmunaaðilum finnst þeir ekki hafa gert það. Sumir voru kallaðir til. Mér er kunnugt um það. Ég beitti mér fyrir því.

(Forseti (HBl): Ég vænti þess að hv. þm. hafi verið að gera grein fyrir atkvæði sínu.)