Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 19:06:26 (3964)

2002-02-04 19:06:26# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[19:06]

Mörður Árnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal svara nokkrum af spurningum þingmannsins. Það er rétt hjá honum að lyf eru seld af einkaaðilum. En það er ekki bara hver einkaaðili sem vera skal. Það eru einkaaðilar sem sérlega eru til þess menntaðir og hafa fengið til þess sérstakt leyfi.

Nei, ég mundi ekki vilja að lyf væru seld í sérverslunum af bensínsölumönnum og sjoppurekendum, að þeim að öðru leyti fullkomlega ólöstuðum, og starfsfólki þeirra allt niður í 12 ára aldur. Ég mundi ekki vilja að slík breyting yrði sett á.

Varðandi það hvort ég styð frv. eða ekki, þá get ég upplýst hv. þm. um að ég styð ekki tillöguna um 5% heildarhillurýmiseftirlit ríkisins.