Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 22:49:14 (3997)

2002-02-04 22:49:14# 127. lþ. 68.12 fundur 266. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[22:49]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Margt skemmtilegt og áhugavert kom fram í máli hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Eitt væri kannski áhugavert að fá upplýsingar um hjá honum. Hann vill lækka þungaskattinn. Hvernig vill hann fjármagna vegagerð í landinu? Er hann að hugsa um vegagerð á höfuðborgarsvæðinu? Má eitthvað verða útundan sem þar er á áætlun? Margir í hans kjördæmi hafa nú talið að illa væri komið í samgöngumálum. Sér þingmaðurinn eitthvað þar sem mætti slá á frest, hætta við framkvæmdir sem eru fjármagnaðar af þessum þungaskatti? Ég hefði gaman af að heyra skoðun hans á þessu.