Áhugamannahnefaleikar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 13:56:28 (4022)

2002-02-05 13:56:28# 127. lþ. 69.1 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[13:56]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Áhugamannahnefaleikar eru árásaríþrótt sem hefur það að markmiði að koma höggi á andstæðinginn, einnig höfuðhöggum. Leiddar hafa verið að því líkur að höfuðhlífar verndi ekki iðkendur gegn alvarlegum heilaskaða vegna höfuðáverka.

Við Íslendingar höfum verið í fararbroddi með því að banna þessa íþrótt frá 1956. Ég sé ekki ástæðu til að aflétta því banni nú þegar Evrópusamband lækna hefur gert einróma samþykkt og varað við alvarlegum afleiðingum af iðkun hnefaleika, einnig áhugamannahnefaleika. Ég segi nei.