Útlendingar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 15:08:28 (4036)

2002-02-05 15:08:28# 127. lþ. 69.3 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[15:08]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér skilst að enn sem komið er hafi ekki komið neitt slíkt tilfelli upp hér á landi. Að sjálfsögðu verðum við hins vegar að vera undirbúin ef svo skyldi fara. Eins og fram kom í ræðu hæstv. dómsmrh. þá berst það sem gerist erlendis fyrr eða síðar hingað.

En þegar verið er að senda börn ein og sér úr landi þá er oftar en ekki um sakamál að ræða. Það skilst mér einmitt að hafi gerst í Noregi, að af þessum 480 börnum er mjög mikill hluti sem tengist á einhvern hátt sakamálum. Ekki að börnin sjálf séu sakamenn, heldur tengist það meðferð barna, hugsanlegu barnasmygli eða barnasölu. Á því verður að sjálfsögðu tekið og það eru engin undanbrögð frá því vandamáli í þessu frv. á einn eða neinn hátt. Á því getum við tekið í stjórnkerfi okkar.