Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:01:53 (4095)

2002-02-05 19:01:53# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:01]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja að svar hv. þm. var á því róli sem ég hafði ímyndað mér. En ég er litlu nær um þær tillögur sem Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hefur lagt fram um það hvernig eigi að efla atvinnulíf og mannlíf á Austurlandi. Hv. þm. talaði um að sér þætti vænt um náttúruna og landið, og það vissi ég fyrir. En hv. þm. minntist ekkert á fólkið á Austurlandi. Hvernig væri að þessir tveir hv. þm. sem hafa kvatt sér hljóðs til þess að vera með andsvör við ræðu minni kæmu að því hvaða tillögur það eru fyrir Austfirðinga sem Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hefur lagt fram sem hægt er að nefna í sömu andránni og álver við Reyðarfjörð?