Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:29:53 (4105)

2002-02-05 19:29:53# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ÓB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:29]

Ólafur Björnsson (andsvar):

Herra forseti. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, segir í 1. gr. stjórnarskrárinnar. Hv. þm. flutti hér langa og mikla ræðu um væntanlega Kárahnjúkavirkjun en mér fannst hún ekki rökstyðja neitt sérstaklega hvers vegna þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál frekar en önnur mál. Mér finnst í þeim umræðum sem hafa farið fram ekki enn hafa verið rökstutt hvers vegna við ættum að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum og miklum málum. Við höfum ekki gert það fram að þessu. Við höfum haldið okkur við fulltrúalýðræðið og ég tel að það gefist okkur best. Við réðum varla við að þurfa að fara í þjóðaratkvæðagreiðslur í tíma og ótíma og mér finnst hv. þm. ekki hafa fært sannfærandi rök fyrir því að þess þurfi núna.