Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:36:00 (4111)

2002-02-05 19:36:00# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:36]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að það vantar ekki að Vinstri grænir hafi uppi hugmyndir. Þegar vel stendur á tala þeir gjarnan um rammaáætlanir og heildarsýn og eru með því að reyna að drepa málinu á dreif. En upp úr stendur að þessi þingflokkur hefur ekki lagt neitt það til atvinnumála sem mark er á takandi þegar við erum að tala um málefni dreifbýlis og landsbyggðarinnar. Þeir hafa þvert á móti snúist gegn flestu því sem til framfara hefur horft eða er stórt í sniðum. Menn verða auðvitað að ráða því sjálfir hvort þeir horfa til fjalla eða ekki í þessum skilningi. Því miður gerir Vinstri hreyfingin -- grænt framboð það ekki.