Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:38:07 (4113)

2002-02-05 19:38:07# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:38]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. vísar gjarnan í að bíða þurfi eftir rammaáætlun. Hvað á að gera þegar hv. þm. verður ekki sáttur við niðurstöðu rammaáætlunar? Hver verður tillaga Vinstri grænna um að tefja framkvæmdir, koma í veg fyrir nýtingu orkuauðlinda þegar að því kemur? Það væri gaman að heyra hver er næsta tillaga þeirra um að tefja mál.

Hv. þm. nefnir verðgildi lands. Ég spyr hv. þm.: Hvert er verðgildi þeirrar landeyðingarstefnu sem Vinstri grænir vilja viðhafa, landeyðingarstefnu á Austurlandi? Það væri gott að fá svör við því hvert verðgildi þeirrar landeyðingarstefnu er.