Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:40:19 (4115)

2002-02-05 19:40:19# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:40]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það kom sem sagt í ljós að þingmaðurinn lumar á fleiri tillögum til að tefja málið. Það var gott að það kom fram í umræðunni. (Gripið fram í.) Það er gott að draga það fram í dagsljósið.

Hún svaraði ekki hvað landeyðingarstefna Vinstri grænna kostaði. Það er merkilegt til þess að vita að það má ekkert gera á Austurlandi. Mér er minnisstætt er við vorum að ræða fjárlagatillögur þessa árs að hv. þm. sá sérstaka ástæðu til að koma upp í ræðustól til þess að leggjast gegn framlögum til menningarmála á landsbyggðinni. Er þetta ekki það sem hægt væri að kalla landeyðingarstefnu? Það má ekki stunda atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, ekki stunda menningarstarsemi á landsbyggðinni. Hvað má gera, hv. þm., á landsbyggðinni? Það væri gott að fá fram einhverjar tillögur frá hv. þm. um annað en að leggja landsbyggðina í auðn.