Ummæli 9. þm. Reykjavíkur

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:49:49 (4156)

2002-02-06 14:49:49# 127. lþ. 71.93 fundur 314#B ummæli 9. þm. Reykjavíkur# (um fundarstjórn), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Mörður Árnason:

Virðulegi forseti. Bragð er að þá barnið finnur. En það er líka þannig að börnin hafa það sem fyrir þeim er haft. Ég var viðstaddur umræðu í gær þar sem hæstv. forsrh. Davíð Oddsson talaði um fleipur. Ég tel að skoðun mín um popúlískan bjánahátt séu ekki digrari ummæli en þau ummæli forsrh. sem hann tví- eða þrítók um tiltekinn hv. þm. sem þá var hér í salnum.