Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:56:43 (4161)

2002-02-06 14:56:43# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:56]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Hv. þingmenn stjórnarflokkanna hafa sett hvalamálið aftur á dagskrá á hinu háa Alþingi. Mig langar til að spyrja aðeins nánar í framhaldi af spurningum hv. þm. Magnúsar Stefánssonar til hæstv. sjútvrh. Hvernig hyggst hæstv. sjútvrh. mæla árangur þessa starfs? Hér erum við að tala um tæplega 60 millj. kr. sem hefur verið varið til kynningar á málstaðnum. Vissulega hefur örugglega margt gott verið gert í því. En hvernig munum við í raun og veru mæla árangur starfsins? Hvenær förum við að uppskera? Það er spurning mín til hæstv. sjútvrh.