Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:57:32 (4162)

2002-02-06 14:57:32# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:57]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil taka það skýrt fram að ég er enginn sérstakur hvalavinur. En það var ótrúlegt að fylgjast með því fólki sem fylgdi Keikó á sínum tíma til Vestmannaeyja með stórri C-17 flugvél sem þangað kom. Auðvitað vakna mjög margar spurningar þegar við veltum fyrir okkur hvalveiðimálum.

Við spyrjum okkur t.d.: Hvað á að gera við það kjöt sem fellur til við það að drepa hvali? Hefur hæstv. sjútvrh. engar áhyggjur af hinum hvíta fiski sem hann er að selja á Bandaríkjamarkað eða Evrópumarkað vegna þess að umræðan er með þeim hætti að nú orðið getur verið mjög tvíbent að fara út í slíkt? Ég held, miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið hér, að ráð væri að flýta sér hægt. Það hefur sjútvrh. reyndar gert í þessum efnum. Hann hefur flýtt sér mjög hægt. Hann hefur farið með hraða snigilsins í þessu máli og það getur kannski verið ágætt fyrir íslenska hagsmuni.