Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:58:46 (4163)

2002-02-06 14:58:46# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., SI
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:58]

Sigríður Ingvarsdóttir:

Herra forseti. Vegna vangaveltna síðasta ræðumanns veit ég ekki betur en bæði Færeyingar og Norðmenn veiði hvali í stórum stíl og ekki hefur það haft nein áhrif á fisksölu þeirra til annarra landa. Ekkert bendir til þess að það sé fækkun í neinum hvalategundum á miðunum hér við land og það held ég að sé afar mikilvægt innlegg fyrir málstað okkar. En sá útbreiddi misskilningur að allir hvalastofnar séu í útrýmingarhættu er því miður algengur.

Það er t.d. áberandi hversu mjög mörgum hvalategundum hefur fjölgað hér við land, eins og t.d. hnúfubaknum. Eftir seinni heimsstyrjöldina sáust varla hnúfubakar hér við land. Nú finnst hann mjög víða og hefur fjölgað ört. En menn vita tiltölulega lítið um smáhvelin, þ.e. hnísur og höfrunga, stofnstærðir þeirra og hvaða áhrif þeir hafa á fiskstofnana við landið. Talningar Hafrannsóknastofnunar hafa ekki miðast við þær tegundir.