Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:08:17 (4171)

2002-02-06 15:08:17# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GunnS
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:08]

Gunnlaugur Stefánsson:

Herra forseti. Mikil er þolinmæði hv. þingmanna stjórnarliðsins sem áhuga hafa á hvalveiðum. Nú hefur hv. þm. Guðjón Guðmundsson upplýst að það eru orðin þrjú ár sem þeir hafa beðið eftir því að hæstv. sjútvrh. tæki af skarið og lýsti vilja sínum til þess að hvalveiðar hæfust. Og enn er beðið. Er ekki kominn tími til að hæstv. sjútvrh. gefi yfirlýsingu hér um það hvenær hvalveiðar muni hefjast? Tíminn er liðinn. Nú er stundin til að kveða upp úr um það hvort búast megi við því að hvalveiðar hefjist eða ekki. Það er ekki gott að gefa alltaf tvennt í skyn: Ekki veiða hval. Veiða hval. Hæstv. ríkisstjórn kemst ekki upp með slíkan skollaleik ár eftir ár. Það veit hv. þm. Guðjón Guðmundsson mætavel og aðrir hv. þingmenn sem styðja stjórnina.