Fyrirspurnafundir og utandagskrármál

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 16:11:37 (4200)

2002-02-06 16:11:37# 127. lþ. 71.95 fundur 337#B Fyrirspurnafundir og utandagskrármál# (um fundarstjórn), Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[16:11]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Forseti vill vekja athygli þingmannsins á að á hverjum degi er heimilt að kveðja sér hljóðs og tala um störf þingsins og það er ákaflega erfitt að tímasetja slíkar umræður. Hv. þingmönnum er fullkunnugt um að þingflokksfundir hefjast kl. 4 þannig að það er alvanalegt að umræðum um fyrirspurnir sé frestað. Óvenjumargar fyrirspurnir komast að vísu ekki að núna vegna þess að sumar þeirra tóku mjög langan tíma.