Áhugamannahnefaleikar

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 13:59:30 (4251)

2002-02-07 13:59:30# 127. lþ. 73.7 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[13:59]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það vakti athygli mína að hv. þm. hóf mál sitt á því að segja að ótrúleg sinnaskipti hefðu orðið hjá þingmönnum og að það hefði komið upp í huga hennar hvernig staðið hafi verið að málum í flokkunum.

Ég spyr þess vegna hv. þm. hvort það viðgangist í hennar flokki að þar yrðu höfð alvarleg áhrif á mál með þeim hætti sem hún nefndi. Hér hafa menn skoðað málin á milli þess sem frv. hefur verið flutt. Það eru líklega tvör ár síðan það var flutt síðast. Margt hefur komið fram í þessu máli sem hefur t.d. breytt minni afstöðu. Það var ekki ákveðið í þingflokksherbergi mínu á þingflokksfundi hvernig ég ætti að greiða atkvæði. En kannski gerist það í þingflokki hv. þm. Gott væri að fá svar við því.