Áhugamannahnefaleikar

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 14:00:49 (4252)

2002-02-07 14:00:49# 127. lþ. 73.7 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, Frsm. minni hluta SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Frsm. minni hluta menntmn. (Sigríður Jóhannesdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki neitt leyndarmál að það tíðkast hér í öllum flokkum á Alþingi, og ekki síst hef ég fregnir af því innan úr Sjálfstfl., að reynt er að samræma afstöðu þingmanna til mála.

Það eru engin tvö ár síðan við hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson gengum hér saman yfir Austurvöll og ræddum þetta frv., það var núna rétt fyrir jólin. Þá höfðu umrædd sinnaskipti hv. þm. ekki enn orðið. Og ég tel að það hafi komið fleirum en mér á óvart hver afstaða hans reyndist svo vera í þessu máli þegar það var tekið til atkvæða.

Auðvitað verða þingmenn að greiða atkvæði eftir bestu samvisku, og eiga að gera það. Og þangað til annað sannast verðum við að vona að það hafi einmitt verið það sem hv. þm. gerði.