Þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 15:55:44 (4286)

2002-02-07 15:55:44# 127. lþ. 73.9 fundur 120. mál: #A þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis# þál., GAK
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[15:55]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég er einn af flutningsmönnum þessarar stuttu og markvissu þáltill. Ég tel að það væri Alþingi til sóma ef þjóðfáni Íslendinga skipaði veglegan sess í þessum sal, og þarf ekki að hafa mörg fleiri orð um efni tillögunnar. Hún er afar stutt og hnitmiðuð. Ég vil bara þakka hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni fyrir að hafa komið með þessa tillögu inn í salinn og flutt hana hér. Ég vona að hún fái jákvæða meðferð og að meiri hluti þingmanna greiði henni atkvæði sitt. Ég tek undir þá málsmeðferð sem 1. flm. lagði til, þ.e. að tillagan gangi ekki til neinnar nefndar heldur gangi eingöngu til atkvæða hér.