Þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:05:36 (4321)

2002-02-11 15:05:36# 127. lþ. 74.93 fundur 333#B þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005# (aths. um störf þingsins), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:05]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég á svolítið erfitt með að átta mig á vandamálinu. Ég tel það ekki gagnrýnisvert þó að alþjóð fái að sjá þær tillögur sem ríkisstjórnin vill leggja fram í byggðamálum. Það að þær voru kynntar í Ráðherrabústaðnum finnst mér ekki vera ástæða til umræðu utan dagskrár á Alþingi. Ég undrast það ef hv. þm. ætlar að gera þetta að aðalatriðinu ... (SJS: Hvað er það?) Hæstv. forseti. Er það orðið regla að kallað sé fram í af fremsta bekk?

(Forseti (HBl): Það hefur færst í vöxt.)

Það sem ég tel aðalatriðið --- ég held að við séum alveg sammála um það, ég og hv. þm. --- er að hér fari fram málefnaleg umræða á Alþingi um byggðamál þegar þessi þáltill. kemur fram og verður sett á dagskrá. En hún er ekki á dagskrá í dag. Þó að hér verði rædd skýrsla Byggðastofnunar í dag vil ég vara hv. þm. strax við og segja: Það verður ekki umræða um hina nýju till. til þál. um byggðamál vegna þess að hún er ekki á dagskrá.