Endurskoðun EES-samningsins

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:39:04 (4343)

2002-02-11 15:39:04# 127. lþ. 74.1 fundur 326#B endurskoðun EES-samningsins# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:39]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. þetta svar. Ég þekki þessi svör: Margt hefur breyst. Samstarfssvið Evrópska efnahagssvæðisins nær ekki til stofnana. Breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu. Bókun 9 er orðin vanbúin. Þetta höfum við rætt hér.

Herra forseti. Í ljósi ummæla forsrh. í Kastljósi í gærkvöld, þar sem hann kallaði eftir því að fá að vita hvað hafi breyst með EES-samninginn og telur að enginn hafi enn þá getað upplýst hann um hvað sé að EES-samningnum sem væri í fullkomnu lagi, hlýt ég að spyrja hvort eitthvert sambandsleysi sé í ríkisstjórninni þrátt fyrir að það séu EFTA-löndin þrjú sem kalla eftir lagfæringu á samningnum.

Er það virkilega svo að þetta sé ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar? Er kominn tími til að hæstv. utanrrh. setjist niður með hæstv. forsrh. og upplýsi hann um það sem hann hefur svo oft í svörum, m.a. við spurningum mínum, lagt fyrir Alþingi um þessi mál?