Fullgilding Árósasamningsins

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:44:59 (4348)

2002-02-11 15:44:59# 127. lþ. 74.1 fundur 327#B fullgilding Árósasamningsins# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:44]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort samningurinn verði lagður fram á þessu þingi. Hann er til athugunar í utanrrn. Hann hefur meiri afleiðingar en við höfðum gert okkur grein fyrir í utanrrn. að því er varðar margvíslega aðkomu almennings og félagasamtaka í þessum viðkvæmu og stóru málum. Við viljum, áður en hann er lagður fram, geta lagt það skýrt fram hvaða ákvörðun er verið að taka að því er varðar meðhöndlun þessara mála.

Þessu er öðruvísi farið á sumum hinna Norðurlandanna, t.d. í Danmörku, þar sem sambærileg mál og á Íslandi eru ekki til umfjöllunar, t.d. á sviði orkumála.