Sala á útflutningskindakjöti innan lands

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:54:35 (4358)

2002-02-11 15:54:35# 127. lþ. 74.1 fundur 329#B sala á útflutningskindakjöti innan lands# (óundirbúin fsp.), GAK
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Við erum reyndar að ræða þessi mál í eins konar ,,ef-hugsun``. En mér er spurn: Ef hæstv. ráðherra telur að skoða þurfi þessi mál, er það þá hlutverk Bændasamtakanna að rannsaka mál sem e.t.v. gæti verið lögbrot? Er rétt að fela þeim það frekar en þeim aðilum sem til þess eru bærir í landinu?