2002-02-11 18:28:13# 127. lþ. 74.15 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), GunnS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[18:28]

Gunnlaugur Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Nú talar hv. þm. Pétur H. Blöndal um að það sé hvati sem hann áður líkti við aumingjagæsku betlistafsins vegna þess að þessi hvati felst í sérstökum kjörum sem þessir aðilar njóta í viðskiptalífinu.

En það er annað í þessum efnum. Hv. þm. talar um að ríkið sé miðstýrt og stórt. Enginn flokkur í landinu hefur gengið harðar fram í því að efla miðstýringu og þenja báknið meira út í Reykjavík en Sjálfstfl. Mér er spurn: Á hv. þm. Pétur H. Blöndal samleið með þeim flokki miðað við þær skilgreiningar er hann leggur hér fram varðandi dreifingu ríkisins?

Ég er sammála hv. þm. um að efla eigi opinbera þjónustu, en hún á að vera valddreifð.