Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 14:17:27 (4499)

2002-02-13 14:17:27# 127. lþ. 77.4 fundur 278. mál: #A Íþróttamiðstöð Íslands að Laugarvatni# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Það er mjög ánægjulegt að heyra frá hæstv. ráðherra menntamála Birni Bjarnasyni að áfram skuli haldið að vinna með þessa skýrslu og að við sjáum fram á að það komi endanlegar niðurstöður í þetta mál. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði forgangsraðað og unnið skipulega að málum. Það þarf að vinna vel í þessum mikla og merkilega málaflokki, þ.e. varðandi Laugarvatn og svo sannarlega er staðurinn til þess fallinn að að honum verði hlúð. Þarna er mikil skólastarfsemi og mikil íþróttastarfsemi og mjög ánægjulegt er að heyra hverjir koma að þessari nefnd sem hæstv. ráðherra hefur skipað. Ég er sannfærð um að þar koma fram góðar tillögur.